NTC

Akureyringar erlendis – Haddi vann gömlu félagana

Hallgrímur Jónasson.

Hallgrímur Jónasson hafði betur gegn sínum fyrrum vinnuveitanda.

Fótboltinn rúllaði víða um Evrópu um helgina en leikið var í öllum helstu deildum Evrópu og voru sem fyrr nokkrir Akureyringar í eldlínunni. Vegna landsleikjahlés voru flestar handboltadeildir Evrópu í fríi um helgina en með því að smella hér má sjá hvernig akureyrskum landsliðsmönnum gekk um helgina.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff þegar liðið beið lægri hlut fyrir Newcastle á hinum stórglæsilega St.James´Park í Newcastle. Lokatölur 2-1 fyrir heimamönnum sem tróna á toppi ensku B-deildarinnar en Aron og félagar eru í 21.sæti. Aron heldur nú til móts við íslenska landsliðið en framundan er mikilvægur leikur gegn Króatíu í undankeppni HM.

Birkir Bjarnason tók ekki þátt í leik Basel og Lausanne en þrátt fyrir fjarveru Birkis vann Basel 2-1 sigur. Birkir er í landsliðshópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu um næstu helgi.

Hægri bakvörðurinn knái Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn fyrir AIK þegar liðið vann öruggan 3-1 sigur á Kalmar í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. AIK lýkur þar með keppni í 2.sæti deildarinnar. Haukur Heiðar var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Króatíu en hann er á leið í aðgerð á næstu dögum.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir Lyngby þegar liðið heimsótti fyrrum liðsfélaga Hallgríms í OB. Hallgrímur og félagar unnu leikinn með tveim mörkum gegn einu. Lyngby styrkti þar með stöðu sína í 5.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Haukur Heiðar Hauksson í nærmynd – Myndi aldrei spila með Þór

Sambíó

UMMÆLI