NTC

Akureyringar erlendis – Guðmundur og Geir á sigurbraut

13774328_274609642916015_1599630967_n

Tveir sigrar í röð hjá þeim félögum

Það var nóg um að vera í íþróttaheiminum í kvöld og voru fimm Akureyringar í eldlínunni víða um Evrópu.

Fótbolti

Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel þegar liðið heimsótti PSG í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í PSG unnu 3-0 sigur með mörkum Angel Di Maria, Lucas Moura og Edinson Cavani.

Á sama tíma var Aron Einar Gunnarsson í eldlínunni með Cardiff sem tók á móti Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni. Aron lék allan leikinn í 1-1 jafntefli. Mark Cardiff skoraði Peter Whittingham með skoti beint úr aukaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Aroni.

Handbolti

Óvænt úrslit urðu í danska handboltanum þegar Arnór Atlason og félagar í Álaborg töpuðu á heimavelli gegn Ribe-Esbjerg, 24-26. Fyrsta tap Álaborgar í vetur en Arnór komst ekki á blað í leiknum.

Frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson voru í lykilhlutverki hjá Cesson-Rennes sem vann sinn annan leik í röð í frönsku úrvalsdeildinni. Cesson-Rennes vann öruggan tíu marka sigur, 33-23 og var sigurinn aldrei í hættu. Geir skoraði fjögur mörk úr sjö skotum en Guðmundur var með tvö mörk úr fimm skotum.

Sjá einnig

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó