NTC

Akureyringar erlendis – Geir og Guðmundur í 8-liða úrslit

portraitbild_3463_517_cf612_fit_375x500

Árni Þór með sex mörk í öruggum sigri Aue.

Leikið var út um gjörvalla Evrópu um helgina og voru nokkrir Akureyringar sem stóðu í ströngu.

Handbolti

Geir Guðmundsson hjálpaði Cesson-Rennes að komast í 8-liða úrslit franska bikarsins. Geir skoraði þrjú mörk úr fimm skotum í tveggja marka sigri á Chertres, 22-24. Geir markahæsti leikmaður Cesson-Rennes ásamt nokkrum öðrum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með vegna meiðsla.

Arnór Þór Gunnarsson nýtti bæði skot sín þegar lið hans, Bergischer, beið lægri hlut fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni.

Íslendingalið Aue vann góðan níu marka útisigur á Tusem Essen í þýsku B-deildinni. Árni Þór Sigtryggsson var næstmarkahæsti leikmaður vallarins með sex mörk úr sjö skotum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum.

Í sömu deild unnu Oddur Gretarsson og félagar í Emsdetten öruggan útisigur á Dessau. Oddur átti fínan leik og nýtti öll fjögur skot sín. Lokatölur 28-33 fyrir Emsdetten.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði fjögur mörk þegar Savehof burstaði Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni, 38-21. Atli og félagar eru að berjast um efstu sætin en toppbaráttan í Svíþjóð er afar jöfn og spennandi.

Fótbolti

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem tapaði á dramatískan hátt fyrir Barnsley í ensku B-deildinni. Sigurmark gestanna í Barnsley kom í uppbótartíma.

Sjá einnig

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Sambíó

UMMÆLI