Gæludýr.is

Akureyringar erlendis – Fyrsta tap Birkis í vetur

Akureyringar erlendis – Fyrsta tap Birkis í vetur

Minnst sex Akureyringar voru í eldlínunni í Evrópuboltanum um helgina.

Fótbolti

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff sem gerði markalaust jafntefli við Brighton í ensku B-deildinni. Aron var fastur fyrir að vanda og nældi sér í gult spjald.

Það urðu óvænt úrslit í svissnesku úrvalsdeildinni þegar Birkir Bjarnason og félagar í Basel töpuðu fyrsta deildarleiknum í vetur. Birkir var í byrjunarliðinu en var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma leik í 3-1 tapi gegn Young Boys. Birkir og félagar eftir sem áður á toppi deildarinnar.

Handbolti

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk úr níu skotum þegar lið hans, Bergischer, beið lægri hlut fyrir Coburg í þýsku Bundesligunni.

Oddur Gretarsson hafði óvenju hægt um sig í öruggum útisigri Emsdetten á Neuhausen í þýsku B-deildinni. Oddur skoraði tvö mörk úr fjórum skotum í sex marka sigri, 26-32.

Í sömu deild vann Íslendingalið Aue magnaðan útsigur á Empor Rostock. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði tvö mörk úr sjö skotum en Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað þrátt fyrir tvær tilraunir.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sambíó

UMMÆLI