NTC

Akureyringar erlendis – Ekkert fær stöðvað Arnór Atla og félaga

Fjölmargir kappleikir fóru fram víða um Evrópu um helgina og voru nokkrir Akureyringar í eldlínunni. Við hefjum yfirferðina í fótboltanum.

17-gunnarsson265-3215017_231x264

Aron Einar átti góðan leik í liði Cardiff

Fótbolti

Aron Einar Gunnarsson kom inn í byrjunarlið Cardiff þegar liðið fékk Bristol í heimsókn í ensku B-deildinni á föstudagskvöld. Cardiff hefur verið í vandræðum á leiktíðinni en innkoma Arons virtist hafa góð áhrif á liðið sem vann góðan 2-1 sigur á Bristol. Aron Einar spilaði allan tímann á miðju Cardiff.

Birkir Bjarnason var á sínum stað í byrjunarliði Basel sem vann öruggan 3-0 sigur á Luzern í svissnesku úrvalsdeildinni á laugardag. Birkir og félagar eftir sem áður langefstir í deildinni með 14 stiga forskot.

Haukur Heiðar Hauksson
lék síðasta hálftímann þegar AIK vann 2-0 sigur á Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í dag. AIK fór þar með upp í annað sæti deildarinnar og eru nú sjö stigum á eftir toppliði Malmö þegar fjórar umferðir eru eftir.

Hallgrímur Jónasson og félagar í Lyngby eiga leik annaðkvöld þegar þeir heimsækja botnlið dönsku úrvalsdeildarinnar, Esbjerg.

Handbolti

Það var fríhelgi hjá Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer en þeir töpuðu fyrir Kiel í þýsku Bundesligunni síðastliðinn miðvikudag þar sem Arnór skoraði eitt mark úr þrem skotum.

Hornamaðurinn knái, Oddur Gretarsson, var markahæstur í liði Emsdetten sem beið lægri hlut fyrir Bad Schwartau í þýsku B-deildinni í gær, 23-24. Oddur var með fimm mörk úr sex skotum.

Í sömu deild heimsótti Íslendingalið Aue Nordhorn en skemmst er frá því að segja að Aue átti fá svör gegn sterku liði Nordhorn. Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað en klúðraði tveim skotum. Sigtryggur Daði Rúnarsson lék ekki með Aue í leiknum.

Í Danmörku heldur sigurganga Arnórs Atlasonar og félaga í Álaborg áfram en Arnór gerði eitt mark í þriggja marki sigri liðsins á GOG þar sem lokatölur urðu 25-22. Norska undrabarnið Sander Sagosen var markahæsti leikmaður Álaborgar með sjö mörk. Arnór og félagar eru einir á toppi deildarinnar með fullt hús eftir sex umferðir.

image

Arnór og félagar óstöðvandi í Danmörku

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó