Óvænt úrslit urðu í þýska handboltanum í kvöld þegar Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer unnu útisigur á ríkjandi heimsmeisturum félagsliða, Fuchse Berlin í þýsku höfuðborginni. Lokatölur 29-30 fyrir Arnóri og félögum sem höfðu ekki unnið deildarleik síðan þann 1.október síðastliðinn.
Arnór skoraði fimm mörk úr tíu skotum sem gerir hann að næstmarkahæsta leikmanni Bergischer í leiknum. Bergischer lyfti sér með sigrinum upp úr fallsæti en Fuchse Berlin varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.
Arnór Atlason var á fleygiferð í danska handboltanum í kvöld en hann skoraði eitt mark þegar lið hans, Álaborg, vann tveggja marka útisigur á GOG, 32-34. Arnór gerði eitt mark fyrir Álaborg sem trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.
Frændurnir fræknu í Frakklandi, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson voru í eldlínunni með Cesson-Rennes sem heimsótti Toulouse.
Cesson-Rennes leiddi leikinn lengstum og var til að mynda fimm mörkum yfir í leikhléi, 14-19. Slæmur lokakafli gestanna færði heimamönnum sigurinn á silfurfati en lokatölur urðu 35-31, Toulouse í vil.
Guðmundur Hólmar skoraði fimm mörk úr sex skotum en Geir komst ekki á blað að þessu sinni.
Sjá einnig
Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum
UMMÆLI