NTC

Akureyringar erlendis – Arnór og Oddur markahæstir

Það var nóg um að vera í Evrópuboltanum um helgina og voru þónokkrir Akureyringar í eldlínunni sem fyrr.

Fótbolti

birkir-bjarnason

Birkir Bjarnason

Það var Íslendingaslagur í svissnesku úrvalsdeildinni í gær þegar Birkir Bjarnason og félagar í Basel heimsóttu Grasshopper en Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson leikur með Grasshopper. Birkir lék allan leikinn í liði Basel sem vann 0-2 sigur með mörkum hins argentínska Matias Emilio Delgado.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff þegar liðið tapaði 0-1 fyrir Wigan í ensku B-deildinni.

Í dönsku úrvalsdeildinni mættust Lyngby og Randers í toppbaráttuslag. Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Lyngby sem tapaði 0-2.

Handbolti

783960

Arnór Þór Gunnarsson


Arnór Þór Gunnarsson
fór mikinn í þýsku Bundesligunni í dag þegar lið hans, Bergischer, beið lægri hlut fyrir Hannover-Burgdorf á útivelli, 33-27. Arnór Þór var markahæsti maður vallarins með sjö mörk úr átta skotum.

oddur-gretars

Oddur Gretarsson

Í þýsku B-deildinni gerði Íslendingalið Aue jafntefli við Konstanz á útivelli síðastliðinn föstudag þar sem lokatölur urðu 21-21. Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum en Sigtryggur Daði Rúnarsson kom ekki við sögu.

Í sömu deild fengu Oddur Gretarsson og félagar í Emsdetten heimsókn frá Friesenheim í gær. Oddur átti afar góðan leik og var markahæsti leikmaður vallarins með átta mörk úr ellefu skotum en það dugði skammt því Emsdetten tapaði leiknum 26-29.

Línumaðurinn sterki, Atli Ævar Ingólfsson, hjálpaði félögum sínum í Savehof með því að skora fjögur mörk í fimm marka sigri á Ystad, 32-27, í sænsku úrvalsdeildinni en Atli og félagar eru í öðru sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir toppliðinu.

Sjá einnig

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

VG

UMMÆLI

Sambíó