Akureyringar – Eiki Helgason

Akureyringar – Eiki Helgason

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Akureyringar er rætt við hann Eika Helgason, atvinnumann á snjóbretti. Hann lét gamlan draum rætast á dögunum með því að byggja upp innanhúss hjólabrettaaðstöðu á Akureyri.

„Fyrsta hjólabrettaparkið sem ég smíðaði var í raun heima í sveitinni. Þegar allar heyrúllurnar voru farnar út á sumrin þá smíðaði ég og bróðir minn fullt af pöllum og vorum með svona einka-park. Ég er sveitastrákur og þess vegna kann maður að redda sér,“ segir Eiki sem er frá Sílastöðum í Hörgársveit, rétt fyrir utan Akureyri.

Akureyringar er hlaðvarp Akureyrarbæjar þar sem rætt er við alls konar fólk sem á það sameiginlegt að auðga samfélagið með einum eða öðrum hætti.

Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó