Akureyringar af taílenskum uppruna selja mat til styrktar fórnarlömbum flóða í heimalandinu

Akureyringar af taílenskum uppruna selja mat til styrktar fórnarlömbum flóða í heimalandinu

Undanfarna viku hafa mikil flóð riðið yfir norðanverð héröð Taílands. Flóðin hafa ollið miklu tjóni og hundruðir fjölskyldna hafa misst heimili sín.

Taílenska samfélagið á Akureyri hefur nú ákveðið að taka höndum saman og eflir til fjáröflunar til stuðnings fórnarlamba flóðanna. Seldur verður alvöru taílenskur heimilismatur á laugardaginn 5. október næstkomandi. Allur ágóðinn af sölunni mun fara til fólks sem misst hefur heimili sín í norðurhluta Taílands.

Einar Árni Friðgeirsson greindi frá fjáröfluninni á vinsælu sölusíðunni Nytjatorg á Norðurlandi á Facebook. Þar segir hann að hægt sé að panta mat fyrirfram og fá hann afhentan á laugardag, en einnig er öllum velkomið að mæta í Jaðarsíðu 8 á milli klukkan ellefu og átta á laugardaginn. Myndin hér að neðan sýnir matseðil, verðlista og hvernig hægt er að ná sambandi við skipuleggjendur. Frekari upplýsingar er að finna í Facebook færslu Einars fyrir neðan myndina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó