Með nýrri borgarstefnu fyrir Ísland er ætlunin að gera Akureyri að svæðisborg. Stefnan hefur verið til mótunar hjá starfshópi innviðaráðherra og á þeirri vinnu ætlar ráðherra að byggja þingsályktunartillögu sem leggja á fram á Alþingi í haust. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir í samtali við RÚV að stefnan staðfesti mikilvægi hlutverks Akureyrar á landsbyggðinni. Ásthildur sem á sjálf sæti í starfshópnum, segir að stefnan sé einnig mikilvæg fyrir Akureyringa. Hún segir að það hafi verið algjör sátt meðal nefndarmanna um tillögurnar og að henni hlakki til að þær komi til framkvæmda.