Akureyri vann Akureyrarslag ungmennaliðanna

Ungmennalið KA og Ungmennalið Akureyrar mættust í 2.deild karla í handbolta í gær. Fyrir leikinn voru bæði lið með 2 stig, KA eftir þrjá leiki en Akureyri eftir tvo leiki.

Leikurinn var æsispennandi og staðan í hálfleik jöfn. Akureyringar náðu forskoti í síðari hálfleik og héldu því út leikinn. Lokastaðan í leiknum 26-24 Akureyri í vil.

Með sigrinum er Akureyri komið með 4 stig eftir þrjá leiki en KA U með 2 stig eftir fimm leiki. Þórir Tryggvason ljósmyndari var staddur á leiknum en myndir hans má sjá á Akureyri.net.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó