Gæludýr.is

Akureyri úr leik í Coca Cola bikarnum

Akureyri úr leik í Coca Cola bikarnum

Akureyri heimsótti Fram í Coca Cola bikar karla í kvöld og tapaði 23-18.

Staðan í hálfleik var jöfn 11-11, en heimamenn voru of stór biti fyrir Akureyringa í síðari hálfleik.

Markahæstur í liði Fram var Valdimar Sigurðsson með níu mörk og þar á eftir Þorsteinn Gauti Hjálmarsson með sjö. Hjá Akureyri var Hafþór Vignisson með fimm mörk og þeir Gunnar Johnsen og Leonid Mykhailiutenko fjögur.

Næsti leikur Akureyrar er á sunnudaginn þegar Valur kemur norður í Höllina á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó