Akureyri tapaði fyrir Íslandsmeisturunum

akureyri

Akureyri Handboltafélag situr á botni úrvalsdeildarinnar

Leikið var í Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fengu Akureyri Íslandsmeistara Hauka í heimsókn í KA-heimilið. Bæði lið hafa byrjað mótið illa en Akureyringar unnu sinn fyrsta sigur um síðastliðna helgi og vonuðust til að fylgja því eftir í kvöld.

Haukar mættu hinsvegar ákveðnir til leiks og tóku snemma frumkvæðið. Staðan í leikhléi var 10-14 fyrir gestunum.

Munurinn hélst í þrem til sex mörkum út leikinn en lokatölur urðu 26-29 fyrir Haukum sem skilja þar með Akureyringa eftir á botninum.

Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson voru markahæstir í liði Akureyrar, gerðu sex mörk hvor en leikstjórnandinn knái, Janus Daði Smárason var atkvæðamestur í liði gestanna með níu mörk.

Markaskorarar Akureyrar:
Andri Snær Stefánsson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Mindaugas Dumcius 5, Kristján Orri Jóhannsson 4, Karolis Stropus 3, Friðrik Svavarsson 2.

Markaskorarar Hauka: Janus Daði Smárason 9, Guðmundur Árni Ólafsson 7, Hákon Daði Styrmisson 5, Daníel Þór Ingason 3, Heimir Óli Heimisson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Adam Haukur Baumruk 1.

Sambíó

UMMÆLI