NTC

Akureyri tapaði fyrir Íslandsmeisturunum

akureyri

Akureyri Handboltafélag situr á botni úrvalsdeildarinnar

Leikið var í Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fengu Akureyri Íslandsmeistara Hauka í heimsókn í KA-heimilið. Bæði lið hafa byrjað mótið illa en Akureyringar unnu sinn fyrsta sigur um síðastliðna helgi og vonuðust til að fylgja því eftir í kvöld.

Haukar mættu hinsvegar ákveðnir til leiks og tóku snemma frumkvæðið. Staðan í leikhléi var 10-14 fyrir gestunum.

Munurinn hélst í þrem til sex mörkum út leikinn en lokatölur urðu 26-29 fyrir Haukum sem skilja þar með Akureyringa eftir á botninum.

Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson voru markahæstir í liði Akureyrar, gerðu sex mörk hvor en leikstjórnandinn knái, Janus Daði Smárason var atkvæðamestur í liði gestanna með níu mörk.

Markaskorarar Akureyrar:
Andri Snær Stefánsson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Mindaugas Dumcius 5, Kristján Orri Jóhannsson 4, Karolis Stropus 3, Friðrik Svavarsson 2.

Markaskorarar Hauka: Janus Daði Smárason 9, Guðmundur Árni Ólafsson 7, Hákon Daði Styrmisson 5, Daníel Þór Ingason 3, Heimir Óli Heimisson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Adam Haukur Baumruk 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó