NTC

Akureyri steinlá í Kaplakrika

Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar Mynd: akureyri-hand.is

Akureyri Handboltafélag tókst ekki að fylgja á eftir góðum sigri á Val í vikunni því liðið hélt í Hafnarfjörð í dag og beið lægri hlut fyrir FH, 33-27.

FH-ingar tóku frumkvæðið snemma leiks en Akureyringar náðu að hanga í þeim stærstan hluta leiksins án þess þó að jafna leikinn. Minnstur var munurinn tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks en óhætt er að segja að sigur FH-inga hafi verið sannfærandi.

Örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius var markahæstur Akureyringa í dag með níu mörk og næstur kom Bergvin Þór Gíslason með sjö.

Markaskorarar Akureyrar: Mindaugas Dumcius 9, Bergvin Þór Gíslason 7, Kristján Orri Jóhannsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Igor Kopyshynskyi 2, Róbert Sigurðarson 1, Sigþór Árni Heimisson 1.

Tomas Olason varði 10 skot í marki Akureyrar og Arnar Þór Fylkisson 1.

Markaskorarar FH: Einar Rafn Eiðsson 9, Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Ásbjörn Friðriksson 7, Ágúst Birgisson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1.

Birkir Fannar Bragason varði 9 skot í marki FH og Ágúst Elí Björgvinsson 6.

Sambíó

UMMÆLI