Akureyri steinlá fyrir Fram

Tomas Olason stóð sig með miklum ágætum í dag.

Tomas Olason stóð sig með miklum ágætum í dag.

Akureyri Handboltafélag tapaði stórt fyrir Fram í Olís-deild karla í dag í síðasta leik ársins í deildinni. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í áttunda og níunda sæti.

Gestirnir úr Safamýrinni mættu miklu ákveðnari til leiks og komust í 1-7 snemma leiks. Það gaf tóninn því þó Akureyringar næðu fínum spretti um miðjan fyrri hálfleik var sigur Fram í raun aldrei í hættu.

Að lokum unnu Framarar níu marka sigur, 25-34 og skilja því Akureyringa eftir í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Nú tekur við rúmlega mánaðarhlé í Olís-deildinni vegna jólafrís og landsleikjahlés vegna EM í Frakklandi í janúar.

Mindaugas Dumcius var markahæstur í liði Akureyrar með átta mörk og næstur honum kom Igor Kopyshynskyi með fimm mörk. Tomas Olason átti fínan leik í marki Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Markaskorarar Akureyrar: Mindaugas Dumcius 8, Igor Kopyshynskyi  5, Friðrik Svavarsson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Sigþór Heimisson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Patrekur Stefánsson 1.

Tomas Olason varði fimmtán skot í marki Akureyrar og Arnar Þór Fylkisson eitt.

Markaskorarar Fram: Arnar Birkir Hálfdánsson 8, Valdimar Sigurðsson 7, Þorgeir Bjarki Davíðsson 5, Andri Þór Helgason 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Lúðvík Arnkelsson 2, Andri Björn Ómarsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1.

Daníel Þór Guðmundsson varði ellefu skot í marki Fram.

Svona er staðan í Olís-deildinni.

Svona er staðan í Olís-deildinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó