Akureyri sigraði botnslaginnmynd: akureyri-hand.is/Hannes

Akureyri sigraði botnslaginn

Akureyri tók á móti neðsta liði Olís deildarinnar í handbolta í dag þegar Grótta kom í heimsókn.

Leiknum lauk með 25-23 sigri Akureyrar. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið þar sem aðeins fjórar umferðir eru eftir af mótinu og liðið enn í fallsæti.

Markahæstir heimamanna í dag vorum Patrekur Stefánsson með 8 mörk og þar á eftir komu Jóhann Geir Sævarsson og Leonid Mykhailiutenko með 5 mörk hvor.

Í liði gestanna var Daði Gautason með 7 mörk og næstur á eftir kom Arnar Jón Agnarsson með 4 mörk.

Næsti leikur Akureyrar verður 25. mars þegar liðið sækir Val heim á Hlíðarenda.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó