NTC

Akureyri sigraði AftureldinguHafþór Már Vign­is­son. Mynd: Þórir Tr.

Akureyri sigraði Aftureldingu

Akureyri tók á móti toppliði Aftureldingar í Höllinni í dag en Akureyri hafði fyrir leikinn í dag tapað öllum þrem leikjum sínum til þessa. Afturelding voru hinsvegar á toppi deildarinnar með tvo sigra og eitt jafntefli.

Akureyri gerði sér lítið fyrir og vann toppliðið í hörku leik 25 – 22.

Staðan í hálfleik var 14 – 11 fyrir heimamenn og voru útlendingarnir í liðinu bestir í hálfleiknum Marius í markinu og Myk­hailiu­ten­ko með fjögur mörk.

Afturelding náði að svara ágætlega í byrjun seinni hálfleiks og leikurinn nokkuð jafn. Náðu gestirnir að jafna leikinn 20 – 20 þegar nokkrar mínútur voru eftir, en það dugði ekki til Akureyri átti góðan kafla á síðustu mínútum leiksins og þá sérstaklega Hafþór Már sem fór mikinn síðustu mínúturnar.

Fyrsti sigur Akureyringa staðreynd en næsti leikur liðsins er gegn Fram á laugardaginn kemur í Framhúsi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó