Úkraínski landsliðsmaðurinn Igor Kopyshynskyi hefur fengið félagaskipti til Olís-deildarliðs Akureyrar og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hann gert samning við félagið út tímabilið.
Kopyshynskyi þessi leikur í stöðu vinstri hornamanns og var síðast á mála hjá litháíska úrvalsdeildarliðinu Klaipeda Dragunas.
Akureyri situr í neðsta sæti Olís-deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjunum.
Handknattleikslið Hamranna fékk sömuleiðis góðan liðsstyrk í dag því gamla brýnið Heimir Örn Árnason fékk aftur félagaskipti yfir í Hamrana eftir að hafa tekið þátt í bikarævintýri með Þrótti Vogum á dögunum.
UMMÆLI