Akureyri missteig sig í toppbaráttu Grill66 deildar karla í handbolta í gær og náði ekki að jafna KA menn að stigum á toppi deildarinnar. Liðið mætti Val U í Hlíðarenda og lokatölur urðu 18-18 jafntefli.
Akureyri leiddi leikinn lengstum þó aldrei hafi munurinn verið mikill. Staðan í leikhléi var 8-9 fyrir Akureyri.
Lokamínútan var æsispennandi. Akureyri var með boltann, einu marki yfir þegar átján sekúndur lifðu leiks. Valsmenn gáfust ekki upp og náðu að skora jöfnunarmark þegar tvær sekúndur voru eftir.
Akureyri er í 2. sæti með 17 stig eftir tíu leiki, einu stigi á eftir toppliði KA.
Markaskorarar Akureyrar: Patrekur Stefánsson 5, Hafþór Már Vignisson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Karolis Stropus 1.
Valur U 18-18 Akureyri
Hálfleikstölur: 8-9
Gangur leiks: 3-3, 3-8, 8-9; 12-14, 15-16, 18-18
UMMÆLI