NTC

Akureyri með öruggan sigur gegn HK

HK fékk Akureyri Handboltafélag í heimsókn í Digranes í dag í uppgjöri liðanna sem sitja í 2. og 3.sæti Grill 66-deildar karla.

HK-ingar töpuðu með minnsta mun fyrir toppliði KA á sama stað um síðustu helgi og var því von á hörkuleik í dag.

Akureyringar mættu hinsvegar ákveðnir til leiks og tóku frumkvæðið um leið. Þeir leiddu leikinn frá upphafi til enda en staðan í leikhléi var 9-17, gestunum í vil.

Svipaður munur hélst með liðunum það sem eftir lifði leiks og fór að lokum svo að Akureyri vann öruggan tíu marka sigur, 19-29.

Markaskorarar HK: Elías Björgvin Sigurðsson 6, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Arnþór Ingi Ingvason 2, Bjarki Finnbogason 1, Svavar Kári Grétarsson 1, Garðar Svansson 1.

Markaskorarar Akureyrar: Hafþór Már Vignisson 7, Ihor Kopyshynskyi 5, Patrekur Stefánsson 4, Karolis Stropus 3, Friðrik Svavarsson 3, Garðar Már Jónsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Arnar Þór Fylkisson 1.

Sambíó

UMMÆLI