NTC

Akureyri handboltafélag opnar nýja heimasíðu

Akureyri handboltafélag opnar nýja heimasíðu

Akureyri Handboltafélag opnaði í dag nýja heimasíðu akureyri-hand.is , á síðunni má nálagst allar nýjustu fréttir og upplýsingar um starfsemi félagsins. En síðan hefur að geyma allt það helsta um félagið, leikmenn þess, næstu leiki og fleira í þeim dúr.

Stefna sá um uppsetningu á síðunni í vefumsjónarkerfinu Moya. Vefurinn er með snjalltækjaviðmóti fyrir þrjár gerðir af tækjum; snjallsíma, spjaldtölvur og venjulegar tölvur sem þýðir að vefurinn lítur alltaf jafn vel út óháð skjástærð.

Eldri vefur handboltafélagsins hefur verið fluttur á slóðina akureyrihandbolti.is en sá vefur mun áfram vera í loftinu og gerður að minningarsíðu um samstarf Þórs og KA um Akureyri handboltafélag árin 2006-2017.

Næsti og fyrsti leikur Akureyrar eftir jólafrí er föstudaginn 26. janúar næstkomandi, en þá kemur ÍBV U í heimsókn í Höllina.

 

Sambíó

UMMÆLI