Akureyri Handboltafélag fær nýjan markmann

Ingimundur aðstoðarþjálfari, Lukas og Sverre þjálfari. Mynd akureyri-hand.is

Litháíski markvörðurinn Lukas Simanavicius er genginn til liðs við Akureyri Handboltafélag og hefur fengið leikheimild með liðinu. Lukas er 27 ára gamall og alls engin smásmíði en hann er tæpir 200 sentimetrar á hæð.

Samningur Lukas við AHF gildir út maímánuð 2019.

Hann kemur til AHF frá Klaipeda Dragunas í heimalandinu, þar hefur  hann leikið frá árinu 2012. Þekkir hann því vel til tveggja leikmanna okkar, þeirra Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi sem léku báðir með Lukas í Klaipeda Dragunas. Þá lék fyrrum leikmaður AHF, Mindaugas Dumcius, einnig með Lukas í Litháen.

Lukas hefur æft með Akureyrarliðinu undanfarnar vikur og leikur væntanlega sinn fyrsta leik á morgun þegar við heimsækjum Míluna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó