beint flug til Færeyja

Akureyri hafði betur gegn KA

Arnar Þór Fylkisson, maður leiksins í kvöld. Mynd/akureyri-hand.is

Sannkallaður grannaslagur fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld þegar Akureyri Handboltafélag tók á móti KA. Leikurinn sem var í Grill 66 deildinni var seinni leikur liðanna en fyrri leikurinn endaði 19-19 en var síðar dæmdur KA mönnum í vil 10-0 eftir að Akureyri hafði notast við ólöglegan leikmann.

Leikurinn í kvöld var mikil skemmtun og myndaðist góð stemning í Höllinni en áhofendur voru rúmlega 1100.

Ak­ur­eyr­arliðið hafði yf­ir­hönd­ina í leikn­um frá upp­hafi til enda og var m.a. með þriggja marka for­skot í hálfleik, 11:8, eft­ir að KA hafði skorað tvö síðustu mörk hálfleiks­ins.

KA-liðinu tókst aldrei að minnka mun­inn veru­lega í síðari hálfleik og munaði þar mestu um stór­leik Arn­ars Þórs Fylk­is­son­ar í marki Ak­ur­eyr­ar. Arnar varði afar vel, ekki síst í opn­um fær­um, og var kosinn maður leiksins. Lokatölur á Akureyri í kvöld 24-20.

Hafþór Vign­is­son skoraði sjö mörk fyr­ir Ak­ur­eyri og var marka­hæst­ur. Brynj­ar Þór Grét­ars­son og Igor Kopys­hyrn­syi skoruðu fimm mörk hvor.  Heim­ir Örn Árna­son var marka­hæst­ur hjá KA með fimm mörk og Ólaf­ur Jó­hann Magnús­son var næst­ur með fjög­ur mörk.

Þar með hef­ur Ak­ur­eyri þriggja stiga for­skot á KA í efsta sæti deild­ar­inn­ar eftir 13 um­ferðir.

 

 

Næsti leikur KA manna er á föstudaginn þegar Þróttur kemur í heimsókn í KA heimilið. Næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn Haukum U á laugardaginn.

UMMÆLI

Sambíó