NTC

Akureyri fyrsta barnvæna sveitarfélag á Íslandi

logo_blue-3-e1440006837801

UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna kynntu í morgun verkefnið Barnvæn sveitarfélög, innleiðingarlíkan og vefsíðu (www.barnvaensveitarfelog.is) sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kynningin fór fram á Akureyri í fundarsal bæjarstjórnar sveitarfélagsins. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á alþjóðlegu verkefni, Child Friendly Cities, en það hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga um allan heim. Sveitarfélög sem taka þátt og innleiða Barnasáttmálann geta hlotið viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélög frá UNICEF á Íslandi.

Akureyri verður fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að nýta sér líkanið og tekur þátt í tilraunaverkefni í þróun þess til tveggja ára. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi, skrifuðu undir samstarfsyfirlýsingu þess efnis í morgun. Við sama tækifæri veitti Innanríkisráðuneytið Akureyrarbæ 2.6 milljón króna styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þátttöku í verkefninu.

Hvað þýðir að vera barnvænt sveitarfélag?

Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna. Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu.

Líkja má innleiðingunni við að starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins setji upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Barnasáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna. Ferlið við að gerast barnvænt sveitarfélag krefst pólitískrar skuldbindingar, sem er grundvöllurinn fyrir innleiðingu Barnasáttmálans í sveitarfélaginu, ásamt samræmdum aðgerðum þvert á öll svið sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess.

logo-e1440006862196

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó