NTC

Akureyri fallið úr Olís-deild karla

Sverre Jakobsson þjálfar lið Akureyrar

Akureyri Hanboltafélag er fallið úr Olís-deild karla eftir 28-23 tap  gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Eftir tapið er ljóst að liðið endar í tíunda og neðsta sæti deildarinnar með 18 stig.

Markahæstur í liði Akureyrar var Brynjar Hólm Grétarsson með 5 mörk. Hjá heimamönnum voru Ólafur Gústafsson og Garðar Sigurjónsson atkvæðamestir með 7 mörk hvor.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir handboltann á Akureyri en fyrir sex árum síðan hafði Akureyri Handboltafélag á að skipa einu besta liði landsins sem vann deildarkeppnina það árið auk þess að lenda í öðru sæti í bikar og í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil. Í 1.deildinni hittir Akureyri Handboltafélag fyrir annað handboltalið frá Akureyri, Hamrana.

Sambíó

UMMÆLI