NTC

Akureyri ekki í vandræðum með Aftureldingu

Bergvin Þór skoraði átta mörk

Akureyri Handboltafélag vann afar sannfærandi sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta þegar liðin mættust í KA-heimilinu í kvöld. Staða liðanna í deildinni ólík þar sem Akureyringar eru að berjast fyrir lífi sínu á meðan Afturelding er að berjast um efsta sætið.

Akureyri voru hins vegar mun betri í kvöld og leiddu leikinn nánast frá upphafi til enda. Lokatölur 29-26 fyrir Akureyri.

Þjálfari liðsins, Sverre Jakobsson, hóf leik í hjarta varnarinnar í fjarveru Róberts Sigurðarsonar sem tók út leikbann. Átti hinn fertugi Sverre góðan leik í vörninni en besti leikmaður Akureyrar var Bergvin Þór Gíslason sem virðist óðum vera að nálgast fyrra form.

Markaskorarar Akureyrar: Bergvin Þór Gíslason 8, Kristján Orri Jóhannsson 5, Igor Kopyshynskiy 5, Mindaugas Dumcius 4, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Sigþór Árni Heimisson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.

Tomas Olason varði sautján skot í marki Akureyrar.

Markaskorarar Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Elvar Ásgeirsson 7, Kristinn Bjarkason 3, Mikk Pinnonen 3, Ernir Hrafn Arnarson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Gunnar Malmquist 1, Gestur Ólafur Ingvarsson 1.

Kristófer Fannar Guðmundsson varði sextán skot í marki Aftureldingar.

Sjá einnig

„Hugsaði með mér hvort þetta væri ekki bara orðið gott.“

Sambíó

UMMÆLI