Gæludýr.is

Akureyri ein besta hokkíborg Evrópu

Akureyri er á lista Flight Network, stærstu ferðavefsíðu Kanada, yfir bestu hokkíborgir Evrópu. Akureyri komst er í 10 sæti listans en 58 borgir komu til greina í valinu.

Moskva er í fyrsta sæti listans og Helsinki í Finnlandi í því 9. Akureyri er ofar á listanum en borgir eins og Stokkhólmur og Malmö í Svíþjóð.

Í grein Flight Network er talað um Akureyri sem borg og sagt að bærinn sé næst stærsta borg Íslands. Einnig er minnst á að Guardian hafi nefnt Akureyri sem þann áfangastað sem væri mest spennandi að heimsækja á árinu 2018 en umfjöllun Kaffið.is um grein Guardian má sjá hér.

Flight Network segir að bærinn sé lítill og telji aðeins um 18.000 manns en þrátt fyrir það sé hann að verða þekkt ur sem íshokkístaður á alþjóðavísu. Þá er farið yfir sögu íshokkís á Akureyri og hokkíliðinu hampað fyrir yfirburði þeirra í Íslandsmótinu síðustu 25 ár og að á Akureyri hafi verið haldið Heimsmeistaramót í íshokkí á síðasta ári.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó