NTC

Akureyri eignast afreksfólk í Keilu

Guðbjörg Harpa á Evrópumóti unglinga fyrr á þessu ári

Guðbjörg Harpa á Evrópumóti unglinga fyrr á þessu ári

Akureyri eignaðist sína fyrstu afreksíþróttamenn í keilu nýverið þegar þau Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir voru valin í afrekshóp Keilusambands Íslands. Þau keppa bæði fyrir keiludeild Íþróttafélagsins Þór.

Guðbjörg Harpa hefur náð frábærum árangri hingað til þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 15 ára gömul. Hún varð fyrr á þessu ári Akureyrarmeistari í keilu og bikarmeistari Þórs. Hún var einnig valin í landsliðið fyrr á þessu ári og var þar með fyrsti landsliðsmaður Þórs í keilu.  Hún endaði í 43. sæti í einstaklingskeppni á Evrópumóti unglinga sem er sannarlega frábær árangur hjá þessari ungu stúlku.

Ólafur á Akureyrarmetið í keilu sem er 299 stig af 300 mögulegum. Hann fór í stutt viðtal við vefsíðu VMA en þar stundar hann nám við byggingadeild skólans. Þar segir hann margar ástæður fyrir velgengni hans í keilu. Hann hafi mikla ánægju af því að stunda íþróttina og leggi rækt við hana. En stærsta skýringin sé þó trúlega sú, segir Ólafur Þór, að hann hafi þróað afar sérstakan skotstíl, sem fáir hafi tileinkað sér. Hann sé sá eini á Akureyri sem skjóti á þennan hátt en nokkrir aðrir syðra geri það líka. Án þess að fara út í flóknar útskýringar á skottækninni er munurinn á skotum Ólafs Þórs og annarra sú að hann notar ekki þumalinn þegar hann skýtur kúlunni eftir brautinni. Þess í stað má segja að hann fari með lófann undir kúluna og kasti henni þannig. Með þessu móti segist hann ná mun meiri snúningi á kúluna en ella.

„Eiginlega getur enginn þjálfað mig hér á Akureyri í þessu því ég er sá eini hér sem skýt svona. Ég ligg yfir myndböndum og læri af þeim, það má segja að Youtube sé minn þjálfari,“ segir hann við heimasíðu VMA.

Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín

Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín

 

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó