Akureyri í 12. sæti í Sundkeppni Sveitarfélaga

Sundlaug Akureyrar

Í gær lauk Hreyfiviku UMFÍ og þar með Sundkeppni Sveitarfélaganna sem hafði staðið yfir frá 29. maí. Akureyri endaði í 12. sæti en bærinn komst ekki heldur í eitt af 10 efstu sætunum í fyrra. Rangárþing Ytra stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í ár líkt og undanfarin tvö ár.

Akureyringar voru í 7. sæti fyrir helgina en slökuðu þá á og duttu niður í 12. sæti. Akureyringar syntu að meðaltali 58 metra á hvern íbúa í vikunni. Hrísey endaði í 14. sæti með 30 metra á hvern íbúa.

https://www.facebook.com/ungmennafelag/photos/a.267779243340642.62314.267753536676546/1408905879227967/?type=3&theater

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó