Einn leikur fór fram í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld þegar stórlið Kiel fékk Balingen í heimsókn.
Bæði lið eru þjálfuð af Akureyringum því KA goðsögnin Alfreð Gíslason stýrir Kiel á meðan Þórs goðsögnin Rúnar Sigtryggsson stýrir Balingen.
Alfreð hafði betur í kvöld því Kiel vann þriggja marka sigur, 26-23, eftir að hafa verið 15-12 yfir í leikhléi. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar. Kiel tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum en lærisveinar Rúnars hafa aðeins innbyrt eitt stig í vetur og eru á botninum.
Það er óhætt að segja að Alfreð og Rúnar hafi báðir markað djúp spor í sögu handboltans á Akureyri en Alfreð lék lengi með KA og þjálfaði svo liðið á gullaldarárum þess. Rúnar lék með Þór og þjálfaði liðið við góðan orðstír og gerði svo slíkt hið sama hjá Akureyri Handboltafélag þegar það félag varð til. Báðir áttu þeir einnig farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil
UMMÆLI