NTC

Akureyrarslagur í 1. deildinni í handbolta

489108

Heimir Örn leikmaður Hamranna og Andri Snær þjálfari Ungmennaliðs Akureyrar

Innan skamms hefst stórleikur í 1. deild karla í handbolta. Ungmennalið Akureyrar sækir Hamrana heim í KA heimilið klukkan 19:30. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn í 9. og 10. sæti deildarinnar þannig að það er meira en bara stoltið undir.

Með Ungmennaliðinu spila ungir og upprennandi handboltamenn en liðið má bara tefla fram leikmönnum 23. ára og yngri, með tveim undantekningum. Hamrarnir munu aftur á móti tefla fram reynslumiklu liðið og spila þar goðsagnir innan Akureyskrar handboltasögu. Hamrarnir hafa bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir leikinn. Goðsögnin Heimir Örn Árnason skráði félagsskipti yfir í Hamrana á dögunum og Ragnar Snær Njálsson kemur frá Þýskalandi.

Stefnt er að því að sýna leikinn í beinni útsendingu á  Akureyri TV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó