Akureyrarhöfn tilnefnd sem Port of the year

Mynd: akureyri.is

Vikudagur greindi frá því í dag að Akureyrarhöfn er tilnefnd til verðlaunanna Port of the year á vegum Seatrade Cruise Award, ásamt þremur öðrum höfnum. Port of OldenNordfjord í Noregi og BVI Ports Authority í Bretlandi eru þær hafnir sem einnig eru tilnefndar.
Það hefur borið á mörgum skemmtiferðaskipum við höfnina í sumar, en samtals eru það 123 skemmtiferðaskip sem koma í höfnina á árinu.
Valið á vinningshafanum fer fram þann 6. september nk. en það þykir mikill heiður að fá tilnefningu frá Seatrade Cruise Award.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó