Fimmtudaginn 1. júlí mun Akureyarhlaup UFA fara fram. Fyrsta Akureyrarhlaupið var haldið í júlí 1992 og er hlaupið í ár því það þrítugasta í röðinni. „Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna!“, segir á vef UFA.
Boðið er upp á þrjár vegalengdir, 5 km, 10 km og hálfmaraþon (21 km) og einnig er hægt að hlaupa boðhlaup þar sem fjórir skipta með sér 10 km leiðinni og hlaupa 2,5 km hver. Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og fram í Eyjafjörð. Hlaupaleiðin er því flöt og ætti því að vera þægileg fyrir byrjendur sem og vana hlaupara.
UFA hvetur Akureyringa og nærsveitamenn til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði með sér.
Skráning fer fram á hlaup.is en þar má einnig nálgast nánari upplýsingar um hlaupið.
UMMÆLI