Hjólreiðahópurinn Akureyrardætur afhentu Hjartavernd Norðurlands og Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk upp á 150 þúsund krónur, hvoru félagi, í gær.
Peningarnir söfnuðust í Stelpugleði síðastliðinn ágúst, hjólagleðikeppni í Eyjarfirði, og Nýársgleði í janúar.
„Akureyrardætur munu halda áfram að hjóla til góðs og hvetja konur til að hjóla og mæta í samhjól í sumar,“ segir í tilkynningu Akureyrardætra á Facebook.
UMMÆLI