Akureyrarbær styrkir Skákfélag Akureyrar

Akureyrarbær styrkir Skákfélag Akureyrar

Í dag var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem hefur það að meginmarkmiði styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins í dag.

Skákfélag Akureyrar mun nota framlag bæjarins til þess að bjóða upp á barna- og unglingastarf á Akureyri. Félagið mun jafnframt sinna, í samstarfi við grunnskóla Akureyrarbæjar, skákkennslu samkvæmd nánara samkomulagi við hvern skóla.

Samningurinn gildir fyrir árin 2024-2026 og leggur Akureyrarbær Skákfélaginu til 500.000 kr. fyrir hvert þessara þriggja ára. Félagið nýtur einnig styrks frá Akureyrarbæ í formi húsaleigu og félagssaðstöðu í kennslustofu í vesturhluta Íþróttahallarinnar.

Skákfélag Akureyrar skal uppfylla þau ákvæði í Mannréttindastefnu AkureyrarbæjarForvarnastefnu Akureyrarbæjar og Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum þar sem kveðið er á um skyldur félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Akureyrarbæ.

Nánari umfjöllun á vef bæjarins

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó