Eyrún Gísladóttir, sem barist hefur fyrir næringarríkri fæðu fyrir börn í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, skrifar hugleiðingu á Facebook síðu sinni um Akureyrarbæ sem heilsueflandi samfélag.
Eyrún skrifar:
Ég fór í sund fyrir nokkrum dögum síðan sem er s.s ekki frásögu færandi nema það að við mér blasti þessi risa skjár og á honum stendur Akureyrarbær er heilsueflandi samfélag. Ég fann hvernig ég snöggreiddist við að sjá þennann texta blasa við mér eftir þau viðbrögð sem ég fékk frá Akureyrarbæ síðastliðinn vetur. Já Akureyrarbær er heilsueflandi samfélag, eða er það? Það að Akureyrarbær geti titlað sig sem heilsueflandi samfélag og sumir leik- og grunnskólar bæjarins skil ég ekki.
Sjá einnig: Segir að bæta þurfi næringu barna í skólum bæjarins
En hvað er heilsueflandi samfélag? Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og líðan íbúa er í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í heilsueflandi samfélagi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis, NÆRING, hreyfing, geðrækt og lífsgæði. Ekki misskilja mig, Akureyrarbær hefur staðið sig vel í mörgu sem viðkemur heilsueflandi samfélagi, en NÆRING er ekki eitt af því.
Þegar fjallað er um næringu í tengslum við heilsueflandi samfélag stendur að eitt af markmiðum heilsueflandi samfélags sé að stuðla að æskilegri þróun á mataræði íbúa í samræmi við ráðleggingar um matarræði. Áhersla er lögð á að auka neyslu grænmetis, ávaxta og fisks og heilkorna vara og minnka neyslu á sykri, mettaðri fitu, salti og mikið unnum vörum.
Hmmmm…… okey, svo ekki kjötbúðing, pylsur, spagettí með tómatsósu, snakkfisk eða skinkupasta??
Í fyrravetur benti ég fræðsluráði Akureyrarbæjar á það svart á hvítu að ekki væri farið eftir ráðleggingum Embætti landlæknis í skólamötuneytum bæjarins. Einhvernvegin bjóst ég engann veginn við þeim neikvæðu viðbrögðum sem ég fékk við mínum ábendingum, en formaður fræðsluráðs kom fram í sjónvarpsviðtali og hló að ábendingum mínum, hún sagði þar að áfram yrði haldið á sömu braut og snéri útúr minni umræðu og sagði að ekki yrði hætt með kjöt í mötuneytum skólanna (sem enginn var að biðja um) og fer að fjalla um “íslenskan hefðbundinn heimilismat” hvað sem það er nú eiginlega. Inná vefsíðu Framsóknarflokksins fjallaði hún svo enn nánar um málið þar sem hún talaði gegn ráðleggingum Embætti landlæknis. Sem betur fer fékk ég mun jákvæðar viðbrögð frá íbúum bæjarins
Ég hef ítrekað reynt að hafa samband við fræðsluráð bæjarins til þess að fá svör við mínum ábendingum, hvað á að gera og hvenær. Það hefur nú gengið misvel en síðastliðið vor var þó gerð úttekt í mötuneytum leik- og grunnskóla bæjarins og liggja niðurstöður nú fyrir. Því miður er þó ekki hægt að opinbera þær niðurstöður hér þar sem niðurstöður eru ekki opnar almenningi. Hvernig ætli að standi á því að ekki sé hægt að opinbera niðurstöður til íbúa Akureyrarbæjar? Höfum við íbúar bæjarins ekki rétt á að vita hverjar niðurstöðurnar eru? Hefur bærinn eitthvað að fela? Hvað ætli bærinn ætli að gera með niðurstöður úttektarinnar?
Sjá einnig: Gera úttekt á matnum í mötuneytum í skólum Akureyrarbæjar
Það er allavegana löngu kominn tími til að Akureyrarbær girði sig í brók og bæti næringu í skólamötuneytum bæjarins, en við sem foreldrar hljótum öll að vera sammála því að núðlusúpa með pylsum, pepperónífiskur, kjötbúðingur og spagettí með tómatsósu eigi ekki heima á borðum barnanna okkar í skólum bæjarins.
UMMÆLI