Akureyrarbær og Norður undirrita samstarfssamning

Akureyrarbær og Norður undirrita samstarfssamning

Akureyrarbær og Norður Akureyri hafa undirritað samstarfssamning um aðgang fyrir iðkendur Norður að Sundlaug Akureyrar.

„Markmiðið með þessum samning er að veita meðlimum Norður betri aðgang að heildstæðri líkamsrækt með því að geta farið í sund,“ segir í tilkynningu.

„Við leggjum mikla áherslu á að horfa á  líkamsrækt í stærra samhengi þar sem rækta þarf bæði líkama og sál með fjölbreyttum hætti og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi hjá okkur. Við höfum lengi horft á þetta samstarf í hillingum og nú er það loksins í höfn og erum við afar glöð með það,“ segir Erlingur Örn Óðinsson, einn eiganda Norður Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó