NTC

Akureyrarbær kaupir kynningarefni af N4 fyrir 10 milljónir á árinu

Lagður var fram viðauki fyrir fjárhagsárið 2018 til að standa straum af samningnum og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Akureyri

mynd Kaffið.is/Jónatan

Akureyararbær og N4 hafa gert með sér samning um framleiðslu N4 á kynningarefni fyrir bæinn. Samningurinn hljóður upp á tæpar 10 milljónir og gildir út árið. Þetta kom fram í frétt Vikudags.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vikudag „Samningurinn er hugsaður til þess að kynna fjölbreytta starfsemi Akureyrarbæjar og með því að gera þennan samning við N4 er hægt að koma efninu á framfæri í sjónvarpi um land allt í gegnum dreifikerfi sem N4 er hluti af. Það er ýmislegt að gerast sem við bæjarfulltrúarnir viljum koma betur á framfæri,“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó