Akureyrarbær íhugar að byggja nýtt RáðhúsRáðhúsið. Mynd: Akureyri.is.

Akureyrarbær íhugar að byggja nýtt Ráðhús

Í byrjun desember var rætt á bæjarstjórnarfundi um að byggja nýtt ráðhús á Akureyri sem myndi þá hýsa alla starfsemi bæjarins á einum stað. Í dag er Akureyrarbær með skrifstofur í Ráðhúsinu, að Glerárgötu og í Rósenborg. Á bæjarstjórnarfundinum kom fram að í fjárhagsáætlun á árinu 2022 er gert ráð fyrir 500 milljónum til að hefja byggingu á nýju Ráðhúsi. Vikudagur greinir frá þessu í dag.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir í samtali við Vikudag að meta þurfi kostnaðinn við að laga og stækka núverandi Ráðhús eða hvort þau færi starfsemina alfarið í annað húsnæði. Þá liggur ákvörðun ekki enn fyrir en lengi hefur staðið til að fara í endurbætur á Ráðhúsinu sem er mjög kostnaðarsamt verk. Það sé vilji bæjarstjórnar að skoða aðra kosti, meta þörfina og sjá hvað sé hagkvæmast að gera. Þá reiknar hún með því að ákvörðun liggi fyrir á næsta ári þegar búið er að meta þetta.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó