NTC

Akureyrarbær hyggst kaupa metanvagn

straeto_feb07_2
Akureyrarbær mun í samvinnu við Vistorku efna til útboðs á metanstrætisvagni. Áætlað er að útboðið fari fram í lok þessa mánaðar en þetta kemur fram í Vikudegi.

Kaup á bíl sem þessum eru liður í því að endyrnýja strætisvagnaflota bæjarins en einnig að gera samgöngur í bænum vistvænni.  Í framkvæmdaráætlun bæjarins er er gert ráð fyrir því að verja um 200 milljónum króna til endurnýjunnar á flotanum.

Metanvagnar eru ekki nýjir af nálinni en Reykjavíkurborg tók tvo slíka í notkun árið 2006.

Metanið sem sem bíllinn mun ganga fyrir verið unnið úr ruslahaugunum við Glerárdal en sérstök metan stöð var opnuð við Miðhúsabraut árið 2014.

Bílarnir eru ekki það eina sem endurnýja á í strætókerfi bæjarins því eins og við greindum frá í síðustu viku mun nýtt leiðarkerfi verða tekið til notkunnar á næstunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó