A! Gjörningahátíð

Akureyrarbær fékk fimm milljóna styrk til að efla íbúalýðræði

Akureyrarbær fékk fimm milljóna styrk til að efla íbúalýðræði

Akureyrarbær og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fengið fimm milljóna króna styrk úr jöfnunarsjóði. Bæjarstjórn Akureyrar fékk Samband íslenskra sveitarfélaga í lið með sér og sóttu saman um styrkinn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ástæða umsóknarinnar er að efla markvisst íbúasamráð í sveitarfélögum og auka íbúalýðræði. Markmiðið er að halda samráðsviðburði með íbúum og veita þeim tækifæri til að hafa áhrif á málefni sveitarfélagsins. Í drögum að verkefnaáætlun verða haldnir þrír sameiginlegar viðburðir fyrir öll þátttökusveitarfélögin á næstu sex mánuðum, sá fyrsti í febrúar. Í kjölfarið skipuleggur hvert sveitarfélag samráðsviðburð með íbúum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða málefni sveitarfélagsins verður sérstaklega tekið fyrir eða hvort þau verði fleiri en eitt.

Akureyrarbær leiðir verkefnið en auglýst verður eftir þremur til fimm öðrum samstarfssveitarfélögum til að taka þátt með Akureyrarbæ. Ráðgjafar koma að verkefninu, bæði íslenskir og erlendir, þar á meðal frá sænska sveitarfélagasambandinu. Ráðgjafarnefnd jöfnunarsjóðs samþykkti umsóknina fyrir jól og telja þetta þarft verkefni og að í framhaldinu muni vonandi fleiri sveitarfélög fylgja sama fordæmi.

VG

UMMÆLI