Akureyrarbær endýrnýjar rekstrarsamning við NökkvaFrá undirritun samningsins. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Tryggvi Jóhann Heimisson formaður Nökkva og Kári Ellertsson stjórnarmaður Nökkva. Mynd: Akureyri.is

Akureyrarbær endýrnýjar rekstrarsamning við Nökkva

31. október var undirritaður nýr rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Siglingaklúbbsins Nökkva sem byggir á þeim samningi sem aðilar gerðu með sér í september á síðasta ári þegar nýtt aðstöðuhús á félagssvæði Nökkva var tekið í notkun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

Samkvæmt samningnum, sem gildir út árið 2026, skal Siglingaklúbburinn Nökkvi sjá um rekstur og umsjón félagssvæðisins, þ.m.t. aðstöðumannvirki, ásamt íþróttatengdri starfsemi.

Undirritaður samningur 31. október 2022.

Sambíó

UMMÆLI