Fimmtudaginn 6. mars og föstudaginn 7. mars geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar og sundlaugar Akureyrar án endurgjalds. Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.
Á vef bæjarsins er athygli vakin á þá því að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1240 kr. í skíðalyfturnar. Kortin fást í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar, Hlíðarfjalls og á N1.