Akseli Kalermo til Þórs

Akseli Kalermo til Þórs

Finnski knattspyrnumaðurinn Akseli Kalermo er genginn til liðs við Þór og mun spila fótbolta með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Þetta kemur fram á vef Þórs í dag.

„Akseli, eða Axel eins og hann er alltaf kallaður, er 26 ára gamall miðvörður sem hefur spilað í efstu deild í Litháen undanfarin tvö og hálft ár. Axel á leiki fyrir öll yngri landslið Finnlands og þegar hann var sautján ára gamall var hann keyptur til ítalska stórliðsins Atalanta,“ segir um Akseli í tilkynningu Þórs.

„Axel er ætlað að leysa Orra Sigurjónsson af. Við erum búnir að vera að bíða aðeins með og sjá hvernig meiðslin hjá Bjarka og Bigga myndu þróast en þeir hafa verið meira og minna frá síðan um áramót,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.

„Axel er stór og sterkur varnarmaður og er góður á boltanum. Hann spilaði á sínum unglingsárum með Brommapojkarna í Svíþjóð og Atalanta á Ítalíu og er mjög vel skólaður leikmaður. Hann ætti að styrkja liðið mjög mikið,“ segir Þorlákur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó