Áki bestur hjá KA og Martha best hjá KA/Þór

Dagur, Martha og Ásdís með verðlaun sín Mynd: KA.is

Lokahóf handknattleiksdeildar KA fór fram um helgina. Bæði KA og KA/Þór tryggðu sér sæti í efstu deild í vetur. Þeir leikmenn sem þóttu standa uppúr í vetur voru verðlaunaðir á lokahófinu.

Áki Egilsnes var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá KA en hann var einnig markahæstur hja liðinu. Dagur Gautason var valinn sá efnilegasti hjá liðinu en hann var lykilmaður í liðinu í vetur þrátt fyrir að vera einungis nýlega orðinn 18 ára.

Hjá KA/Þór var fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir valin besti leikmaðurinn. Hún fór fyrir liðinu sem vann öruggan sigur í Grill 66 deildinni og komst alla leið í undanúrslit í Bikerkeppninni. Ásdís Guðmundsdóttir var valin efnilegasti leikmaður liðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó