Héraðssaksóknari hefur ákært 27 ára karlmann fyrir tilraun til manndráps á Akureyri. Maðurinn réðst á annan karlmann með stunguvopni fyrir framan hraðbanka Arion banka í miðbæ Akureyrar um miðjan nóvember á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Sjá einnig: Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar líkamsárás á Akureyri sem tilraun til manndráps
Manninum er gefið að sök að hafa stungið manninn bæði í höfðu og búk auk þess að hafa slegið til hans og sparkað í hann.
Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut tíu skurðsár og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Hann krefst 5,2 milljóna króna í skaðabætur frá árásarmanninum.
Sjá einnig: Árásin á Akureyri getur varðað ævilöngu fangelsi – Tíu stungusár á brotaþola