Ákærður fyrir líkamsárás á Götubarnum


Karl­maður á fer­tugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás með því að hafa í maí árið 2015 ráðist að öðrum manni á Götu­barn­um á Ak­ur­eyri. Maðurinn er sagður hafa ráðist að öðrum manni með glerglasi og brotið það í andliti hans.

Fórnarlambið sem hlaut yfir tuttugu litla skurði í andliti fer fram á 600 þúsund krónur í skaðabætur og útlagðan kostnað og málskostnað.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en embætti héraðssak­sókn­ara ákær­ir í mál­inu. Farið er fram á að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og alls sakarkostnaðar.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó