Fyrrum formaður Hjólreiðafélags Akureyrar hefur verið ákærður fyrir að færa tæplega 3 milljónir króna af reikningi hjólreiðafélagsins yfir á sinn persónulega reikning. Frá þessu er greint á Vísi.is.
Brotin áttu sér stað árið 2016 en peningurinn var millifærður í 53 færslum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir eitt hundrað þúsund króna reikning frá Olís og fyrir viðskipti til eigin nota upp á 225 þúsund krónur með úttektarkorti hjá Olís á nafni hjólreiðafélagsins.
UMMÆLI