Móðir drengs, sem var umskorinn á Akureyri fyrir tveimur árum, hefur verið ákærð fyrir heimilisofbeldi og stórfellda líkamsárás, að sögn héraðssaksóknara og verjanda hennar. Ekki eru frekari upplýsingar um málið að svo stöddu og hefur þingfesting ekki verið sett á dagskrá hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra.
RÚV greindi fyrst frá en einnig kemur þar fram að drengurinn, þá sautján mánaða, hafi verið umskorinn á heimili sínu en var síðar fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna blæðinga sem komu upp eftir aðgerðina. Aðgerðin var endurframkvæmd til þess að koma í veg fyrir sýkingu. Fjölskyldan, sem er á rætur að rekja til Gana, vildi láta umskera son sinn af trúarlegum og menningarlegum ástæðum. Heimildir benda til þess að kona frá Gana hafi komið frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, án vitundar foreldra um að hún væri ekki lögleg á Íslandi.
UMMÆLI