Ákæra karlmann fyrir nauðgun á sofandi stúlku

Ákæra karlmann fyrir nauðgun á sofandi stúlku

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á sofandi stúlku í september á síðasta ári. Maðurinn er samkvæmt ákærunni sagður hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Konan vaknaði við það að maðurinn var að nauðga henni og í ákærunni segir að hún hafi ekki þorað að bregðast við og hafi ekki getað spornað við verknaðinum að sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn er sagður hafa notfært sér þær aðstæður.

Farið er fram á að maður­inn verði dæmd­ur til refs­ing­ar og greiðslu alls sak­ar­kostnaðar og þá fer kon­an fram á að maður­inn greiði henni 1,8 millj­ón­ir í miska­bæt­ur. Málið var þing­fest í Héraðsdómi Norður­lands eystra í gær.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó